Sjá má öll úrslit á www.golf.is
Lokamótinu í mótaröð unglinga á norðurlandi er lokið - Lauk með Greifamótinu á Akureyri í dag. Þoka og súld tók á móti keppendum í morgunsárið en hinir ungu kylfingar létu það ekki á sig fá og spiluðu mjög gott golf, í lok keppni var svo boðið upp á pylsur og svala, sá unglingaráð og foreldrar GA barna um að grilla.
Hægt er að nálgast öll úrslit á www.golf.is
Norðurlandsmeistarar 2011 eru:
12 ára og yngri drengir: Agnar Daði Kristjánsson GH 4.200 stig
12 ára og yngri stúlkur: Magnea Helga Guðmundsdóttir GHD 4.200 stig
14 ára og yngri drengir: Tumi Hrafn Kúld GA 4.500 stig
14 ára og yngri stúlkur: Birta Dís Jónsdóttir GHD 4.500 stig
15-16 ára drengir: Ævarr Freyr Birgisson GA 4.200 stig
15-16 ára stúlkur: Þórdís Rögnvaldsdóttir GHD 4.200 stig
17-18 ára drengir: Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 4.500 stig
17-18 ára stúlkur: Brynja Sigurðardóttir GÓ 4.500 stig
Vill Golfklúbbur Akureyrar þakka öllum þeim sem tóku þátt í dag fyrir þátttökuna og Greifanum fyrir stuðninginn, en Greifinn veitingahús hefur stutt við þetta mót undanfarin ár með veglegum verðlaunum.