Gróðursetning

Michael Adam 6.ára gróðursetti leikskóla tré sitt.

Golfklúbbur Akureyrar var byggður yfir sveitabýli sem hét Jaðar en Karl Mörk og Sigríður Möller, fósturforeldrar Gretu Mörk ráku það með miklum dugnaði. Enn eru til leyfar af þessu býli hjá Golfskálanum og þar má nefna turnanna sem nú eru notaðir sem skápageymsla en þeir voru að mestu byggðir af Karli og notaðir sem súrheys turnar. Sigríður hafði einnig mjög græna fingur og gróðursetti t.d. tré sem enn lifa góðu lífi við hlið Golfskálans.

Sif Dórothea Mörk Árnadóttir heiti ég og er einkadóttir Gretu Mörk sem hefur sagt mér margar sögur frá sínum bernskuárum á Jaðri. Sjálf á ég 2.börn sem heita Marisol Árný 9.ára og Michael Adam 6.ára en okkur langaði að heiðra minningu gamla sveitabýlsins, móður minnar og fósturforeldrum hennar með gróðursetningu trés fyrir framan Golfskálann sem litli Michael minn fékk í útskriftargjöf frá sínum leikskóla, Lundarseli. Með þessu lifir saga Jaðars áfram í gegnum mín börn og e.t.v. þeirra barna einnig. Okkar ætt á eftir að fylgjast með litlu trénu vaxa og dafna um ókomin ár.

Viljum þakka Höllu og starfsmönnum Golfskálans fyrir að taka svona vel undir gróðursetningu trés og áhuga á sögu Jaðars.

Miklar þakkir og óskir um gott gengi golfara Akureyrar. Kveðja Sif, Greta, Marisol og Michael.