GSÍ Mótaröð unglinga (2)

Stefanía Elsa Jónsdóttir varð í 3. sæti í sínum flokki.
Önnur mótaröð unglinga fór fram 5 - 6. júní á Korpúlfsstaðavelli (GR)
Golfklúbbur Akureyrar átti þar 5 unga kylfinga og stóðu þau sig frábærlega.
 
Stefanía Elsa Jónsdóttir keppti í flokki 14 ára og yngri og fór fyrri hringinn á 90 höggum og þann seinni á 100 höggum eða samtals 190 höggum og endaði í 3. sæti og viljum við óska henni til hamingju með glæsilegan árangur!
Kristján Benedikt Sveinsson keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 167 höggum
Ævarr Freyr Birgisson keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 168 höggum.
Tumi Hrafn Kúld keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 171 höggi.
Stefán Einar Sigmundsson keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 176 höggum.
Þetta er glæsilegur árangur hjá krökkunum og greinilega framtíðar kylfingar hér á ferð.

Þrír ungir kylfingar frá Golfklúbbi Akureyrar kepptu á 1. GSÍ stigamóti unglinga sem haldið var á Hólmsvelli 22. - 23. maí.

Björn Auðunn Ólafsson fór á 79 og 82 höggum eða samtals 161 höggi og er í 18. sæti í hópi 15 til 16 ára drengja.

Kristján Benedikt Sveinsson fór á 91 og 86 höggum eða samtals 177 höggum og er í 22. sæti í hópi 14 ára og yngri stráka, en hann var yngsti keppandinn á mótinu.

Tumi Hrafn Kúld fór á 81 og 92 höggum eða samtals 173 höggum og var í 17. sæti í hópi 14 ára og yngri stráka.