Núna um páskana fékk unglingaráð GA Guðjón Þórðarson til að halda fyrirlestur um þjálfun. Ekki verður fyrirlesturinn rakinn hér í smáatriðum en hann kom inn á það að til að verða afrekskylfingur þá þyrfti margt til, eins og það að byrja á því að temja sér aga og setja sér markmið, bera virðingu fyrir sér og þjálfara sínum, vera stundvís. Búa sér til leikstíl og það þarf að æfa allan ársins hring.
Að vera afreksmaður í íþróttum er lífstíll og er það alfarið undir ykkur sjálfum komið sagði Guðjón og þá þarf eins og áður sagði að temja sér aga fyrst og síðast bæði í æfingum, mataræði og öllum lífsstíl.
Einnig sagði hann að það þyrfti viljann til að sigra. Hafir þú unnið einu sinni þá áttu að vilja vinna aftur og aftur - einnig það að kunna að taka ósigri.
Að vera afreksmaður í íþróttum er lífstíll.