Háforgjafarmót var haldið í dag, sunnudaginn 14. júní við góðar aðstæður. Um var að ræða texas scramble punkta keppni með forgjöf, þurftu pörin sem voru saman að vera annars vegar með lága og hins vegar háa forgjöf.
Í fyrsta sæti voru hjónin Sigurður Jónsson og Sólveig Sigurjónsdóttir með 42 punkta, 22 punkta á seinni 9. Í öðru sæti voru feðgarnir Arnar Þór Fylkisson og Fylkir Þór Guðmundsson einnig með 42 punkta, 21 á seinni 9. Í þriðja sæti voru þeir Stefán Ólafur Jónsson og Sveinn Ármannsson með 41 punkt, 20 á seinni 9 og í fjórða sæti og jafnframt síðasta verðlaunasætinu voru Andri Geir Viðarsson og Arnar Þór Jóhannesson með 41 punkt en 18 á seinni. Eins og sjá má var þetta mjög jöfn og spennandi keppni og þurfti að reikna til baka fyrir öll verðlaunasætin.
Næst holu á 18. braut var liðið Greifarnir, skipað Stefáni Ólafi Jónssyni og Sveini Ármannssyni, þeir sömu og voru í 3. sæti í mótinu. Einnig voru veitt verðlaun fyrir flottasta nafnið á liði í mótinu, þar sem að Svefn og Heilsa var að styrkja mótið þótti liðsnafnið Rekkjunautar standa uppúr. Golfklúbbur Akureyrar þakkar öllum þeim sem tóku þátt en þátttakan var mjög góð og vonandi verður jafn góð þátttaka að ári.
Enn fremur þakkar Golfklúbburinn þeim hjá Svefn og Heilsu og Marka ehf fyrir stuðninginn