Krakkarnir okkar eru að fara í æfingaferð til Spánar í byrjun apríl. Nú eru þau á fullu í fjáröflunum fyrir ferðina og er happdrættið hluti af því.
Vinningaskráin er ekki af verri endanum. Meðal vinninga er:
5 hringi hjá GR að verðmæti 44.000,
1 holl hjá GKG að verðmæti 28.000
1 holl hjá GO að verðmæti 28.000
1 holl hjá GK að verðmæti 26.000
1 holl hjá GKj að verðmæti 26.000
5 hringir hjá GA að verðmæti 26.000
1 holl hjá GL að verðmæti 22.000
5 hringir hjá GB að verðmæti 30.000
Auk annarra smærri vinninga.
Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem taka þátt og það er einungis dregið úr seldum miðum.
Dregið verður 7 mars næstkomandi.
Hvetjum við ykkur til þess að taka vel á móti krökkunum okkar :)
Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu GA.
Minnum svo á púttmótið á sunnudaginn. Stórskemmtilegt púttmót þar sem einnig verður boðið upp á kakó og vöfflur á góðu verði.
Mynd fengin af grgolf.is