Segja má að það hafi verið pilsaþytur þegar 48 konur stormuðu út á syðri völlinn á Jaðri í blíðskaparveðri sl. föstudag!
Allar í síðpilsum eða síðkjólum með hatta. Tilefnið var 20 ára afmæli pilsa og hattamóts kvennadeildar golfklúbbsins Jaðar. Spilað var punktakeppni með forgjöf 9 holur. Eftir spilið mættu konurnar í golfskálann í frábæra grillveislu sem Júlía frá Veisluþjónustunni sá um. Þökkum við Júlíu kærlega fyrir frábæran mat! Eftir borðhaldið voru afhent verðlaun fyrir 5 efstu sætin, nándarverðlaun á 18 holu og verðlaun fyrir lengsta teighögg á 17. braut, aukaverðlaun fyrir flestar sexurnar vakti mikla kátínu, farands bikarinn fyrir fæstu púttin fór á góðan stað og að lokum var dregið úr skorkortum. Verðlaunin voru öll gefin af verslunum, fyrirtækjum og listakonum hér í bæ. Rósa Gunnars hélt smá tölu um upphaf kvennastarfsins á Jaðri og sagði okkur frá tilurð fyrsta pilsa og hattamótsins , hugmynd frá Sunnu Borg. 10 af 12 konum sem spiluðu á fyrsta mótinu voru mættar á föstudaginn, en fyrsta mótið var haldið 10. september 1989. Eftir mat og verðlaunaafhendingu skemmtum við okkur fram eftir kvöldi.Vinningana gáfu: Anna Gunnarsdóttir, Halldóra Kolbrún Ólafsdóttir listakona, Brim, Vodafone, Heilsukjarnin, Grand, Glerlist, Hagkaup, Húsasmiðjan, Ísabella, Kjarnafæði, Nettó, 66 ˚N, Veiðihornið, og Adam & Eva Bestu þakkir fyrir.Úrslit: 1. sæti, Anna Freyja Edvardsdóttir 2. sæti, Sveindís Almarsdóttir 3. sæti, Leanne Carol Legget 4. Sæti, Guðrún Kristjánsdóttir og 5. Sæti, Birna B. Aspar? Lengsta teighögg á 17. braut, Guðný Óskardóttir, næst holu á 11. braut, Leanne Carol Legget og næst holu á 18. braut, Guðrún Kristjánsdóttir. Fæst pútt, Rósa Gunnarsdóttir og flestar sexur, Þórunn Bergsdóttir.