Í dag var hið árlega Hatta og Pilsamót GA kvenna haldið hátíðlegt. Stelpurnar mættu glæsilega klæddar og spiluðu frábært golf þar sem fyrirkomulagið var texas scramble. Mikil gleði var á vellinum og eftir hringinn sá Vídalín um ljúffengar veitingar. Þáttakan í ár var alveg frábær en alls mættu 44 konur og voru allskonar glæsileg verðlaun í boði. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa:
Texas scramble - Höggleikur með forgjöf (9 holur)
1. Sæti - 33 högg með forgjöf
Unnur Elva Hallsdóttir og Ólína Aðalbjörnsdóttir
2. Sæti - 36 högg með forgjöf (eftir að hafa talið til baka)
Guðrún Sigríður Steinsdóttir og Elín Guðmundsdóttir
3. Sæti - 36 högg með forgjöf (eftir að hafa talið til baka)
Jónasína Arnbjörnsdóttir og Kristín Björnsdóttir
Næst holu á 18. Holu
Hanney Ingibjörg Árnadóttir 1.55m frá
Næst miðju á 16. Braut
Elín Guðmundsdóttir
Flottasta dressið
Sólveig Erlendsdóttir
Fæst Pútt (11 pútt á níu holum)
Aðalheiður Alfreðsdóttir og Jóna Sigurbjörg Arnórsdóttir
Við þökkum GA konum fyrir frábært mót!