Íþróttamaður Akureyrar var kjörinn í hófi sem Íþróttabandalag Akureyrar og Íþróttaráð Akureyrar héldu í Ketilhúsinu í gær. Dagný Linda Kristjánsdóttir var kjörin Íþróttamaður Akureyrar 2006.
14 íþróttamenn voru tilnefndir og var Björn Guðmundsson fulltrúi Golfklúbbs Akureyrar, fimmti í kjörinu. Fékk hann bikar til eignar og veglega bókagjöf.

Hér eru íþróttamennirnir /fulltrúar þeirra sem voru í 5 efstu sætunum í kjörinu.
Halldór Rafnsson formaður GA tók við viðurkenningu fyrir Björn Guðmundsson.
Mynd þórir Tryggvason
Íþróttaráð veitti af þessu tilefni heiðursviðurkenningar til handa þremur einstaklingum og var okkar maður Haukur Jakobsson þar á meðal og óskum við honum innilega til hamingju með þessa heiðursviðurkenningu.

Hér er Haukur “Dúddesen” með viðurkenningu sína.
Mynd. Þórir Tryggvason