Haustmót GA (2) - á sunnudaginn

Á sunnudaginn næsta, 11. október verður golfmót á Jaðarsvelli í blíðskapar verði. Haustmót GA (2)

Veðurspá er góð fyrir sunnudaginn, logn og hiti í kringum 7 gráður. 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu fimm sætin í punktakeppni með forgjöf og efsta sætið í höggleik án forgjafar.

Hámarksleikforgjöf leikmanna er 30 og kostar 3.500kr í mótið. 

Karlar leika af gulum teigum
Konur af rauðum teigum
Karlar 70+ af rauðum teigum
Drengir til 14 ára af rauðum teigum

Nú fer hver að vera síðastur að vinna verðlaun í golfmóti árið 2020 og hvetjum við kylfinga til að skrá sig strax til leiks en skráning fer fram á golfbox: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=2666673