Í dag fór fram fyrsta haustmót GA. Aðstæður voru fínar, 12 stiga hiti, sól en nokkur vindur sem gerði kylfingum erfitt fyrir.
Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi.
1. sæti í höggleik. Jón Gunnar Traustason. 79 högg.
1. sæti í punktakeppni. Sigurjón Sigurðsson. 36 punktar
2. sæti í punktakeppni. Eiríkur Páll Aðalsteinsson. 35 punktar
3. sæti í punktakeppni. Anton Ingi Þorsteinsson. 34 punktar.
Næstu holu á 18 braut. Skúli Ágústsson. 4,09 metrar.
Einnig var keppt í því hver lagar flest boltaför á flötum á meðan að hring stendur. Tóku kylfingur vel til hendinni þar og löguðu fjölmörg boltaför. Það var Rúnar Tavsen sem lagaði flest eða rétt um 60 stykki.
Áætla má að löguð hafi verið nokkur hundruð boltaför á hringnum í dag, sennilega einhvers staðar í kringum 500 talsin.
Svo er stóra spurningin hvort við eigum að gleðjast yfir öllum þessu boltaförum sem löguð voru í dag eða gráta yfir öllum þessu boltaförum sem þurfti að laga í dag :)
Óskum við sigurvegurum dagsins innilega til hamingju.
Við munum svo að sjálfsögðu efna til fleirri haustmóta ef veður leyfir.