Næst holu
4 braut – Ingvar Karl Hermannsson – 3,13 m
6 braut – Samúel Gunnarsson – 1,21 m
11 braut – Tryggvi Gunnarsson – 3,21 m
18 braut – Samúel Gunnarsson – 2,74 m
Næst holu í tveim á 10 – Björn Guðmundsson – 0,04 m
Lengsta drive – Örvar Samúelsson
Punktakeppni með forgjöf
1. Stefán Ólafur Jónsson – 38 punktar
2. Ingi Hrannar Heimisson – 36 punktar
3. Allan Hwee Peng Yeo – 35 punktar
Höggleikur án forgjafar
1. Samúel Gunnarsson – 74 högg
2. Fylkir Þór Guðmundsson – 74 högg
3. Örvar Samúelsson – 74 högg
Þrír voru jafnir í 1 sæti í höggleiknum og því þurfti að leika bráðabana á 18 braut. Þar fór Samúel með sigur af hólmi eftir að hafa leikið holuna á pari, en Örvar og Fylkir á skolla. Því fóru Örvar og Fylkir í shootout um annað sætið þar sem Fylkir sló nær og hirti annað sætið.
Auk þess að sigra mótið þá var Samúel klæddur í hinn forláta jakka sem keppt er um í mótinu og er hann annar herrann sem hlýtur nafn sitt á hann þar sem fyrst var keppt um hann í fyrra en þá var það Finnur Bessi sem sigraði, hann varð í 4 sæti nú.
Mikið var lagt upp úr því hjá keppendum í ár að vera sem flottastir í tauinu, sérstök verðlaun voru veitt fyrir besta klæðnaðinn, ekki var hægt að gera upp á milli þeirra Steindórs vallarstjóra og Hauks Dórs en þeir deildu með sér viðurkenningunni um best klædda kylfinginn. Auk þeirra fengu þeir Ásbjörn Björgvinsson og Helgi Gunnlaugsson sérstaka viðurkenningu fyrir klæðnað sinn.
Myndir frá mótinu koma inn núna í vikunni í myndasafn, Brynja Herborg tók myndir af öllum hollum og fór svo um völlinn og myndaði.
Glæsileg verðlaun voru í boði Heimsferða og Rub23 og vill klúbburinn þakka þeim stuðninginn.
RUB23 bauð upp á léttar veitingar við verðlaunaafhendingu.