Herramót RUB 23 - Úrslit

Hið árlega Herramót fór fram í dag í vægast sagt frábæru veðri, en það var nánast enginn vindur og sumir vilja meina að hitinn hafi farið upp fyrir 20°. Þátttaka í mótinu var lakari en undanfarin ár en einungis 46 karlmenn voru skráðir til leiks, eitthvað sem hægt að bæta til muna á næsta ári. Verðlaunin voru ekki af lakari endanum en RUB 23 styrkti mótið og voru gjafabréf frá þeim í verðlaun ásamt nokkrum auka vinningum.

Herramótið er mikið og stórt mót og alltaf gaman að taka þátt, stemningin er öðruvísi enda bara alvöru karlmenn sem taka þátt. Einu skilyrðin til að taka þátt er að vera eldri en 20 ára karlmaður og vera með bindi eða slaufu, sem nokkrir fóru ekki eftir og verður tekið harðar á því á næsta ári.

Næst holu á 4. Braut: Jason Wright 1,35 m
Næst holu á 6. Braut: Trausti Jörundarson 1,47 m
Næst holu á 11. Braut: Finnur Bessi 1,76 m
Næst holu á 18. Braut: Jason Wright 4,73 m

Næst holu á 10. Braut í 2 höggum: Trausti Jörundarson 1,14 m

Lengsta teighögg á 15 braut: Elfar Halldórsson

Best klæddi kylfingurinn: Halldór Guðmann Karlsson
Sérstök verðlaun fyrir klæðnað: Valdemar Örn Valsson 

 Höggleikur:

  1. Ólafur Auðunn Gylfason 72 högg (eftir bráðabana og shoot out)
  2.  Jason Wright 72 högg
  3.  Jón Gunnar Traustason 76 högg

 Punktakeppni:

  1. Rúnar Pétursson 40 punktar
  2. Víðir Jónsson 38 punktar
  3. Guðmundur Baldvin Guðmundsson 35 punktar (20 á seinni níu)
Golfklúbbur Akureyrar þakkar RUB 23 kærlega fyrir flott mót og í sameiningu er  stefnan sett á að gera Herramótið að einu stærsta móti ársins hér á Akureyri.