Herramót Rub23 er á föstudaginn næsta og er ræst út samtímis af öllum teigum kl.17:30, mæting 17:00 upp í klúbbhús.
Þetta mót hefur undanfarin ár stimplað sig inn sem eitt skemmtilegasta mót sumarsins fyrir herramenn og er til mikils að vinna. Veðurspáin fyrir föstudag er með besta móti og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur.
Höggleikur:
1. sæti. 40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar
2. sæti. 30.000 króna gjafabréf á Rub23
3.sæti. 20.000 króna gjafabréf á Rub23
Punktakeppni:
1. sæti. 40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar
2. sæti. 30.000 króna gjafabréf á Rub23
3.sæti. 20.000 króna gjafabréf á Rub23
Best klæddi kylfingurinn verður að sjálfsögðu valinn og fær hann gjafabréf á Rub23 og bikar.
Undanfarin ár hefur verið uppselt í mótið en 100 karlmenn eru velkomnir í mótið og er skráning í fullum gangi hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3278514
Athugið að ræst er út samtímis af öllum teigum kl.17:30 en mæting er 17:00 í golfskálann. Verðlaunaafhending og léttar veitingar eru beint eftir mót og dregið verður úr skorkortum.
20 ára aldurstakmark er í mótið eins og undanfarin ár.