Herramót Rub23 á föstudaginn

Hið geysivinsæla Herramót Rub23 verður haldið föstudaginn 14. júlí.

Mótið hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarin ár enda eitt skemmtilegasta herramót landsins- 20 ára aldurstakmark er í mótið.

Ræst er út af öllum teigum vallarins kl.17:30, mæting upp á Jaðar kl.17:00. Verðlaunaafhending og léttar veitingar eru í skálanum á Jaðri beint eftir mót. 

Vegleg verðlaun og teiggjafir. Verðlaun fyrir best klædda kylfinginn. 

Höggleikur:
1. sæti.  40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar
2. sæti.  30.000 króna gjafabréf á Rub23
3.sæti.  20.000 króna gjafabréf á Rub23

Punktakeppni:
1. sæti.  40.000 króna gjafabréf á Rub23 og bikar
2. sæti.  30.000 króna gjafabréf á Rub23
3.sæti.  20.000 króna gjafabréf á Rub23

Best klæddi kylfingurinn verður að sjálfsögðu valinn og fær hann gjafabréf á Rub23 og bikar.

*Mótsstjórn áskilur sér rétt til að færa saman í holl ef þörf er á.

Skráning í mótið fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3779389