Lokahóf Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA var haldið á laugardagskvöldið síðastliðið og heppnaðist það einstaklega vel og það sama má segja um mótið allt, keppendur alsælir með skemmtilegt mót. Alls voru 208 keppendur mættir til leiks með það að markmiði að njóta þess að spila golf í góðum félagsskap og auðvitað reyna sitt til að vinna mótið og var gríðarleg spenna í keppninni og fór það svo að GA kylfingarnir Stefán Bjarni Gunnlaugsson og Linda Hrönn Benediktsdóttir sigruðu mótið annað árið í röð á 15 höggum undir pari! Stórglæsilega gert hjá þessum eðalhjónum.
Keppendur skemmtu sér einstaklega vel og var dansað og sungið langt frameftir kvöldi undir handleiðslu Rúnars Eff sem mætti með gítarinn og hélt stuðinu uppi. Friðjón og hans einvala starfslið hjá Jaðar Bistro eldaði dýrindismat fyrir keppendur eins og svo oft áður og var gleðin svo sannarlega við völd.
Við hjá Golfklúbbi Akureyrar viljum þakka keppendum kærlega fyrir þátttökuna og viljum einnig þakka Icelandair fyrir frábært samstarf í kringum mótið en við hlökkum strax mikið til næsta árs.
Hér má sjá alla verðlaunahafa í mótinu:
Föstudagur -
4. hola: Bjarney Guðmundsdóttir 241 cm
8. hola: Astrid Sörensen 96cm
11. hola: Þyrí Valdimarsdóttir 74cm
14. hola: Árni Örn Hólm Birgisson 125cm
18. hola: Guðrún Geirsdóttir 105cm
10. hola í tveimur höggum: Hörður Þorsteinsson 243cm
Laugardagur -
4. hola: Ásgeir Guðmundur Bjarnason 37cm
8. hola: Birgitta Guðmundsdóttir 90cm
11. hola: Jón Sigurður Garðarsson 30cm
14. hola: Jóhann Ágústsson 48cm
18. hola: Jón Þór Gunnarsson 76cm
Lengsta drive karlar: Böðvar Þórir Kristjánsson
Lengsta drive konur: Guðrún Sigurðardóttir
Verðlaunasæti:
1.sæti: Linda Hrönn Benediktsdóttir og Stefán Bjarni Gunnlaugsson 127 högg
2.sæti: Sigurður Sigurjónsson og Hildur Nielsen 129 högg
3.sæti: Ágúst Jensson og Dagbjört Víglundsdóttir 129 högg
4.sæti: Björgólfur Jóhannsson og Málfríður Pálsdóttir 130 högg
5.sæti: Ómar Örn Ragnarsson og Guðrún R. Kristjánsdóttir 131 högg
6.sæti: Guðlaug María Óskarsdóttir og Jónas Jónsson 131 högg
7.sæti: Böðvar Þórir Kristjánsson og Guðrún Karítas Garðarsdóttir 131 högg
8.sæti: Jón Þór Gunnarsson og Birgitta Guðmundsdóttir 131 högg