Það var á elleftu braut sem að Marta Þyrí Sigurðardóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi!
Þetta er í fyrsta skipti sem að Marta fer holu í höggi og vonandi ekki það seinasta. Vert er að nefna að Marta er aðeins 9 ára gömul og á því framtíðina fyrir sér í golfíþróttinni.