Höldur/Askja Open

Höldur/Askja mótinu lauk í gær í steikjandi hita og logni og ekki stóð á skorinu hjá þáttakendum. Frábær spilamennska einkenndi mótið, Tumi Hrafn Kúld gerði sér lítið fyrir á föstudeginum og sló vallarmetið á gulum teigum (teig 54), hann spilaði á 62 höggum eða 9 undir pari. 

Það voru þeir Ottó Hólm Reynisson og Gísli Páll Helgason sem sigruðu mótið á glæsilegu skori en þeir fengu alls 93 punkta. Fast á eftir komu Þorsteinn Jóhannsson og Konráð Þór Sigurðsson með 92 punkta og í þriðja sætinu voru sigurvegararnir frá því í fyrra Unnur Elva Hallsdóttir og Þórunn Anna Haraldsdóttir með 91 punkt.

Alls voru 204 keppendur í mótinu og allar aðstæður eins og verður best á kosið. Boðið var upp á léttar veitingar að móti loknu á laugardagskvöldinu, verðlaunaafhending fór fram samhliða því þar sem fjöldinn allur af verðlaunum voru afhent.

Þetta var 36. mótið sem Höldur heldur og þakkar Golfklúbbur Akureyrar innilega fyrir einstakt samstarf. 

Úrslit mótsins voru:

1. Sæti - Ottó Hólm Reynisson og Gísli Páll Helgason 93pkt

2. Sæti - Þorsteinn Jóhannsson og Konráð Þór Sigurðsson 92pkt

3. Sæti - Unnur Elva Hallsdóttir og Þórunn Anna Haraldsdóttir 91pkt

4. Sæti - Arnar Oddsson og Stefán M Jónsson 90pkt

5. Sæti - Jón Jósafat Björnsson og Jón Birgir Guðmundsson 89pkt

Nándarverðlaun - Föstudagur

4.hola - Sigurjón Fannar 180cm

8.hola - Scott Ramsey 143cm

11.hola- Egill Hólmsteinsson 79cm

14.hola - Stefán Þór Eyjólfsson 119cm

18.hola - Magnús Finnsson 69cm

Lengsta upphafshögg kvenna - Anna Jódís

Lengsta upphafshögg karla - Haukur Heiðar Hauksson

Nándarverðlaun laugardagur

4.hola - Halla Berglind Arnarsdóttir 27cm

8.hola - Auðunn Víglundsson 63cm

11.hola - Jan Eric Jessen 207cm

14.hola - Helgi Jónasson 171cm

18.hola - Einar Matthías Kristjánsson 148cm

Lengsta upphafshögg kvenna - Anna Jódís

Lengsta upphafshögg karla - Einar Rafn Eiðsson

 

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og vonumst til að sjá sem flesta að ári.

Kveðja GA