Holukeppni GA 2016

 

  • Holukeppni með ¾ forgjöf
  • Hámarksforgjöf er 54, það er hins vegar ekki gefið meira en 1 högg á holu í forgjöf
  • Karlar spila á gulum teigum og konur rauðum – Strákar yngri en 14 ára mega spila á rauðum og öldungar
  • Keppendur greiða 4000 kr. í þátttökugjald þegar þeir hefja fyrsta leik
  • Keppendur finna sjálfir tíma fyrir sinn leik, klári þeir ekki sinn leik einum degi fyrir auglýstan tíma verða þeir settir á rástíma, mæti þeir ekki þá verða þeir dæmdir úr leik
  • Keppendur sjá sjálfir um að reikna út forgjöf
  • Keppni hefst 4.júlí

Skráning er opin til 1.júlí og er hægt að skrá sig með því að hringja í síma 462-2974 eða senda póst á netfangið skrifstofa@gagolf.is. Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og símanúmer keppanda.

 

  • 1. Umferð skal lokið 18.júlí
  • 2. Umferð skal lokið 2.ágúst
  • 3. Umferð skal lokið 15.ágúst
  • 4. Umferð skal lokið 29.ágúst
  • Undanúrslitum skal lokið 12.sept
  • Úrslitum skal lokið 20.sept

 

Verðlaun eru fyrir efstu þrjú sætin og eru þau:

                1.sæti fær 20.000 kr gjafabréf í Golfskálanum
                2.sæti fær 15.000 kr gjafabréf í Golfskálanum
                3.sæti fær 10.000 kr gjafabréf í Golfskálanum