Holukeppni GA snýr aftur!

Holukeppni GA snýr aftur eftir nokkur ár í dvala og hlökkum við mikið til!

Mjög einfalt er að taka þátt - þú skráir þig til leiks hér og eftir að skráningarfresti líkur er dregið um hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð. Hámarksþátttaka eru 64 kylfingar.

  • Leikið er holukeppni með forgjöf - hámarksforgjöf er 36 (vallarforgjöf).
  • Karlar leika af gulum teigum(55) og konur af rauðum teigum (45).

Skráning fer fram í gegnum golfbox og greiðist mótsgjald við skráningu. Kylfingar sjá um að skrá sig sjálfir á rástíma í gegnum golfbox. Leikið er sín á milli með fullri forgjöf kylfinga en hámarksforgjöf eins og áður segir 36 í vallarforgjöf.
Dæmi: Kylfingur A er með 5 í vallarforgjöf og kylfingur B með 19 í vallarforgjöf, þá er mismunurinn 14 og kylfingur B fær 1 högg í forgjöf á 14 erfiðustu holur vallarins.

Leikvikur:

  • ​64 manna úrslit (ef þarf): Umferð lokið 16. júní
  • 32 manna úrslit: Umferð lokið 7. júlí
  • 16 manna úrslit: Umferð lokið 28. júlí
  • 8 manna úrslit: Umferð lokið 11. ágúst
  • Undanúrslit: Umferð lokið 25. ágúst
  • Úrslitaleikur: Umferð lokið 1. september

Ef leikur hefur ekki farið fram þegar leiktími rennur út verður keppendum úthlutað rástíma. Ef keppendur mæta hvorugir til leiks þá eru úrslit fengin með hlutkesti. Ef annar keppandinn mætir þá sigrar hann 5/4.

Hvetjum GA félaga til að taka þátt í þessu skemmtilega móti, þátttökugjald er 2.500kr og eru verðlaun veitt fyrir tvö efstu sætin ásamt útdráttarverðlaunum fyrir heppinn þátttakanda.

Hér er skilað inn úrslitum úr leikjum: https://forms.gle/VkzoekmpXfcyEJZa7