Dagana 19. 29. og 30 júní vorur haldin innanfélagsmót í boði Nettó. 1. móti var fyrir fullorðna og urðru úrslit eftirfarandi:
Guðmundur Freyr Aðalsteinsson 41 punkt, Vigfús Ingi Hauksson og Björn Auðunn Ólafsson 39 punkta og Eymundur Lútersson í 4 sæti með 38 punkta.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor og það átti Friðrik Gunnarsson 74 högg.
Lengsta teighögg: Jason Wright
Næst holu á 4.braut: Eymundur Lúthersson 4.02 m
Næst holu á 11.braut: Samúel Gunnarsson 6.18 m
Næst holu á 18.braut: Anton Ingi Þorsteinsson 5.76 m
29. júní var svo keppt í unglingaflokki, spilað var nokkurskonar miðnæturgolf. Ræst var út frá kl. 18.30 - 20 og vorur síðustu kylfingar að koma í hús um kl. 24, mæltist þetta fyrirkomulag mjög vel fyrir bæði hjá keppendum og foreldrum/aðstandendum sem vorur í "caddy" hlutverki.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Kristján Benedikt Sveinsson sigraði bæði punktakeppnina og höggleikinn - hann var með 40 punkta og spilaði á 78 höggum. I öðru sæti var Kjartan Atli Ísleifsson með 39 punkta og í 3. og 4 sæti voru þeir Fannar Már Jóhannsson og Eyþór Hrafnar Ketilsson báðir með 36 punkta, Fannar betri á seinni 9.
Lengsta teighögg átti Ævarr Freyr Birgisson. Næst holu á 4. braut var Eyþór Hrafnar 8,33m frá og á 18 braut var það Kristján Benedikt 4.37m frá holu.
Í báðum þessum mótum voru vegleg verðlaun frá Samkaup - Nettó - vöruúttektir í Nettó og merktir golfboltar.
Síðan var svo haldið mót fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni síðast liðinn miðvikudag - þar voru mætt um 30 börn til leiks, þau léku af sérteigum. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor stúlkna og drengja. Bára Alexandersdóttir sigraði í stúlknaflokki og Baldur Vilhelmsson í drengjaflokki. Allir fengu svo golfkúlur merktar Nettó.
Vill Golfklúbburinn þakka Samkaup Nettó fyrir frábæran stuðning.