Inniaðstaðan á Jaðri formlega opin

Þann 16. desember voru fyrstu gestir bókaðir í nýju inniaðstöðunni á Jaðri og hlökkum við gríðarlega til að taka á móti okkar fólki og gestum í glæsilegri aðstöðunni.

Gestir inniaðstöðunnar eru beðnir um að ganga inn í golfskálann á Jaðri á neðri hæðinni við 10. teig og geta þar hengt af sér og skilið eftir útiskó. Ekki er leyfilegt að ganga inn í inniaðstöðunni á útiskóm en gestir eru beðnir um að koma með hreina íþrótta-/golfskó eða inniskó. Ekki er gengið inn um millibyggingu sem er verið að vinna í. 

Opnunartími er eftirfarandi:
Mánudagur: 9:00-22:00
Þriðjudagur: 9:00-22:00
Miðvikudagur: 9:00-22:00
Fimmtudagur: 9:00-22:00
Föstudagur: 9:00-19:00
Laugaradagur: 10:00-19:00
Sunnudagur: 10:00-19:00

Gestir geta verslað sér veitingar hjá Jaðar Bistro á meðan það er í golfi en grillið þar er opið eftirfarandi tíma*:
Mánudagur: 11:30-14:00 / 17:00-20:00
Þriðjudagur: 11:30-14:00 / 17:00-20:00
Miðvikudagur: 11:30-14:00 / 17:00-21:00
Fimmtudagur: 11:30-14:00 / 17:00-21:00
Föstudagur: 11:30-19:00
Laugardagur: 11:00-19:00
Sunnudagur: 11:00-19:00 

* Hægt er að versla kaffi, drykki og slikkerí á opnunartíma inniaðstöðunnar þó að grill sé ekki opið.