Fyrsta mót í Íslandsbankamótaröð GSÍ/Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram um helgina
Golfklúbbur Akureyrar átti 4 keppendur og stóðu þeir sig allir með mestu prýði.
Fyrsta mótið í Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram hjá Golfklúbbi Grindavíkur, einungis eru leiknar 18 holur í Áskorendamótaröðinni. Lárus Ingi Antonsson lék á 41 - 42, 83 höggum og varð í 1. sæti sem er frábær árangur hjá þessum unga kylfingi.
Íslandsbankamótaröðin var spiluð hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar
Ævarr Freyr Birgisson lék á 77 - 82 eða 159 höggum, skilaði það honum 5 sætinu í flokki 17 - 18 ára sem er frábær árangur.
Tumi Hrafn Kúld stóð sig með sóma í yngri flokki drengja 15 - 16 ára flokki lék á 160 höggum eða 82 - 78 og endaði í 12 sæti. Stefán Einar Sigmundsson lék á 183 höggum, 94 - 89