Nú á fimmtudaginn hefst Íslandsmót golfklúbba á Jaðarsvelli en efsta deildin verður leikin hér fimmtudag, föstudag og laugardag og er því mikið um að vera.
GA leikur í A riðli með GKG, GOS og GK en í B riðli leika GR, GM, GS og GV. Það er því ljóst að margir af bestu kylfingum landsins verða á Jaðarsvelli að leika listir sínar og hvetjum við alla til að koma upp á völl og fylgjast með þeim. Í kringum svona stórt mót eru mörg verkefni sem þarf að leysa og óskum því eftir sjálfboðaliðum ef einhverjir treysta sér til og mega þeir hafa samband við Steindór á steindor@gagolf.is.
Völlurinn er uppbókaður núna alveg fram á laugardag en þá opnar fyrir rástímaskráningu kl.13:20 og því hvetjum við félagsmenn okkar sem eru golfþyrstir að kíkja á aðra velli en nóg af rástímum eru lausir á Sigló næstu daga. Einnig fá GA félagar 50% afslátt af vallargjaldi á öllum völlum á meðan móti stendur.
Þá er skráning hafin í hið stórskemmtilega golfmót Cutter&Buck Open sem haldið verður á Sigló um verslunarmannahelgina, skráning fer fram hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4098990 og hvetjum við sem flesta að skrá sig. Einnig er farið að verða þéttsetið í Icewear Bombunni hér á Jaðri á sunnudeginum um versló hægt er að ská sig hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3779591 og þurfa kylfingar síðan að hafa samband á skrifstofa@gagolf.is til að fá rástíma í mótið.