Steindór Ragnarsson vallarstjóri GA í sigurliðinu.
Íslendingar fögnuðu sigri á heimavelli á Norðurlandamóti golf- og grasvallastarfsmanna, sem leikið var á þremur völlum
hérlendis sl. föstudag og laugardag. Íslenska liðið sigraði eftir harða keppni við stórskemmtilegt lið Finnlands, sem sýndi eftirminnileg
tilþrif. Ísland lauk keppni með 264 punkta, fjórum punktum meira en Finnland, en leikið var án forgjafar. Norðmenn höfnuðu í þriðja
sæti með 240 punkta og Danir ráku lestina með 237 punkta, en þeir mættu aðeins með fjóra keppendur í stað sex. Því mæddi
mikið á þeim, því aðeins gilti árangur fjögurra af sex og þurftu Danir á lánsmönnum að halda í Texas Scramble
mótinu.
Lið Íslands skipuðu Gunnar Þór Jóhannsson frá Golfklúbbi Suðurnesja og stjórnarmaður í SÍGÍ, Ólafur
Þór Ágústsson formaður SÍGÍ frá Keili, Steindór Kristinn Ragnarsson frá Golfklúbbi Akureyrar, Einar Gestur Jónasson
frá Húsavík, Einar Haukur Óskarsson úr Bakkakoti og Birgir Jóhannsson vallarstjóri á Kaplakrikavelli Fimleikafélags
Hafnarfjarðar.