Eins og flestir hafa tekið eftir hefur tíðarfar hér fyrir norðan verið með besta móti undanfarnar vikur og höfum við ákveðið að opna holur 10-17 í dag.
Völlurinn er blautur og biðjum við félagsmenn að fara varlega á vellinum og virða hvítu línurnar fyrir framan grínin. Bílar verða leyfðir og biðjum við þá kylfinga sem notast við bíla að keyra sem mest í röffinu.
Aðeins verða sett út eitt par af teigasettum á holurnar og spila því allir af þeim.
Rástímabókanir fara fram á golfbox og verða rástímar í boði frá 10-16.
Göngum vel um völlinn okkar og vonandi getum við opnað í framhaldi fleiri holur og haft opið áfram völlinn.