Í gær 4. apríl var þessi mynd tekin frá klúbbhúsi og sést yfir æfingaflatirnar grænar og fínar. Völlurinn er allur tekinn að grænka og eru kylfingar bjartsýnir á vorið og sumarið. í gær var 6°hiti og sunnan vindur svo það er mikill þurrkur. GA félagar eru duglegir að æfa úti og eru að slá í röffinu milli brauta.
Inniaðstaðan er líka vel sótt og er opið núna um páskana nema föstudaginn langa og páskadag. Reyndar er opið öll kvöldin fyrir þá sem vilja horfa á Masterinn.
Kylfingar eru líka duglegir að nýta sér völlinn á Þverá.