Í tilefni þess að hér á Akureyri hefur verið einmuna veðurblíða og völlurinn okkar ennþá iðagrænn þá ætlum við að halda Jólamót GA næstkomandi sunnudag, 18. desember. Við munum að sjálfsögðu spila inn á sumarflatir.
Þetta er þó að sjálfsögðu gert með þeim fyrirvara að veðurspá gangi eftir og ekki verði komið frost í völlinn :)
Spilaðar verða 10 holur, þ.e holur 1 - 12 að undanskildum holum 5 og 6.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni.
Mótsjald er 2000 krónur og innifalið í því er heitt súkkulaði og kleinur að móti loknu.
Þar sem birta er af skornum skammti þessa dagana og við spilum einungis 10 holur þá er hámarksfjöldinn í mótið 52 sem við náum vonandi að fylla :)
Skráning á golf.is.
Við ræsum út á öllum teigum kl. 11:30 og því er mæting upp á golfvöll kl. 11:00
Hlökkum til að sjá ykkur :)