Kristján Benedikt lék best Íslendinganna á EYM í Sviss

Þriðji og síðasti dagur á European Young Masters var leikinn þann 25.júlí en á mótið komast tveir kylfingar af hvoru kyni 16 ára og yngri frá hverri Evrópuþjóð. Mótið er haldið í Sviss á Domaine Impérial Golf Club.

Kristján Benedikt Sveinsson GA spilaði best íslensku kylfingana á mótinu og endaði jafn í 17. sæti. Akureyringurinn spilaði dagana þrjá á 75-71-78, +8 samtals.

Arnór Snær Guðmundsson GHD endaði í 45. sæti en hann spilaði á 79-82-80, +25 samtals.

Ólöf María Einarsdóttir GHD byrjaði vel á fyrsta degi en náði ekki að halda dampi næstu tvo og endaði hún jöfn í 38. sæti en hún spilaði á 77-84-80, +25 samtals.

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR endaði í 51. sæti en skorið hennar hljóðaði upp á 85-84-87, +40 samtals.

 

heimild:kylfingur.is