Mánudaginn 24. ágúst verður síðasta mánudagsspilið okkar þetta árið. Að þessu sinni ætlum við að vera með 9 holu punktakeppni með forgjöf. Þetta er hugsað til þess að hvetja þær sem ekki hafa verið að taka þátt í mótum og treysta sér kannski ekki í 18 holu mót. Við hvetjum allar konur til að koma og taka þátt og veita þeim konum stuðning og hvatningu sem þurfa á því að halda. Veitt verða verðlaun fyrir 1. sætið og síðan dregið úr skorkortum. Að þessu sinni skrá konur sig á rástíma inn á golf.is og geta þær því spilað saman sem það vilja en þó hvetjum við ykkur til að blanda ykkur saman þannig að það verði tvær mótsvanar með tveimur óvönum. Allt er þetta þó til gamans gert því okkur finnst svo gaman í golfi. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband við einhverja af okkur í nefndinni. Og ef þið eruð í vandræðum með að skrá ykkur inni á golf.is þá getið þið hringt upp á Jaðar og starfsfólkið þar aðstoðar ykkur við skráninguna.
Minnum ykkur svo á súpukvöldið sem verður fimmtudaginn 10. september en við munum auglýsa það betur síðar.
Kvennanefndin