Aðalfundur kvennadeildar var haldinn á Veitingastaðnum Strikinu 11.mars. Þar fór fram stjórnarskipti. Nýja stjórn skipa þær Auður Dúadóttir, Unnur Hallsdóttir, Edda Aspar, Margrét Þórðardóttir og Sólveig Sigurjónsdóttir. Edda, Margrét og Sólveig komu inn í stað þeirra Þórunnar Haraldsdóttur, Guðlaugar Óskarsdóttur og Kristínar Björnsdóttur.
Unnur Hallsd sagði frá því sem stendur til í sumar. Farin verður vorferð og verður farið til Sauðárkróks að þessu sinni um miðjan maí. Hatta- og pilsamótið er á sýnum stað 30. júlí. Eitt opið kvennamót er í sumar eins og undanfarin ár og er það 25. júlí í samvinnu við Volare og Karl K. Karlsson. Súpukvöldið er svo áætlað 9. september.
Svo eru það miðvikudagskvöldin - áætlað er að hittast 4 miðvikudagskvöld eins og verið hefur og spila saman og verður þar lögð áhersla að taka með nýjar konur og kynna þeim golfið.
Allir þessir viðburðir verða svo auglýstir með góðum fyrirvara.
Kveðja til allra með von um að sjá sem flestar konur í golfi í sumar.