Kylfumælingar hjá sérfræðingum frá Erninum 22-23 febrúar

Helgina 22.-23. febrúar verða sérfræðingar frá Erninum á svæðinu með kylfumælingar í nýju inniaðstöðunni okkar. 

Þeir munu mæla fyrir öllu því nýjasta frá TaylorMade, Srixon og Cleveland og er þetta svo sannarlega frábært tækifæri fyrir okkar félagsmenn og nærsveitunga að kíkja í golfmælingar. 

Qi35 línan frá TaylorMade er nýkomin í sölu og verða þeir með þær kylfur ásamt fleiri í boði.

Mælingin kostar 7.500kr og er í 45 mínútur. 

Pantanir fara fram á jonheidar@gagolf.is