Í kvöld var haldið hér í golfskálanum kynningarkvöld ætlað nýjum félögum í golfklúbbnum.
Tryggvi Jóhannsson dómari og Ólafur Gylfason kennari fóru yfir golfreglur, golfsiði og merkingar á velli. Mikil og góð þátttaka var í kvöld um 70 manns mættu.
Á laugardaginn síðasta var svo hér héraðsdómaranámskeið og sátu það 13 manns og þreyttu þeir próf í lokin. Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðadómari sá um kennsluna.
Ekki er hægt að segja annað en kylfingar séu duglegir að afla sér þekkingar í reglum og siðum.
Síðan er fyrirhugað núna í lok maí að halda hér sérstakt reglunámskeið fyrir börn og unglinga sem eru að sækja mót á mótaröðinni og um miðjan júní er svo fyrirhugað að halda almennt fræðslunámskeið fyrir GA félaga þar sem farið verður yfir helstu reglur golfsins.