Kynning á Trackman og þjálfara

Í gær var Brian golfkennari með kynningu á sjálfum sér og eiginleikum Trackman græjunnar sem hann notast við. 

Kynning tókst vel og voru margir klúbbmeðlimir mættir til að fylgjast með Brian. En Brian er nýr PGA golfkennari við klúbbinn, hann er 34 ára og er frá Danmörku. Hann hefur kennt hjá nokkurm golfklúbbum í heimalandinu og hefur því góða reynslu af þjálfarastörfum.

Samhliða að kynna sjálfan sig sýndi hann Trackman græjuna sem hann notar. En það er myndavél sem greinir boltaflug, sveifluferil kylfu, sveifluhraða ásamt miklu fleiri eiginleikum. Einnig notar hann háhraðmyndavél til að greina sveifluna og líkamsstöðuna. Sjón er sögu ríkari en hér er hægt að sjá kynningarmyndband.

Brian býður uppá einkakennslu, kennslu í Trackman, hópkennslu, nýliðanámskeið og fleira.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá honum í síma 857-7600 eða á netfang hojgaardgolf@gmail.com, einnig er hægt að fá upplýsingar á skrifstofu golfklúbbsins.