Í dag var kynning á vetrarstarfi barna og unglinga í GA haldin að Jaðri. Mjög góð mæting var á kynninguna, en um 75 áhugasamir krakkar og foreldrar komu og kynntu sér það sem framundan er í vetur.
Golfkennari GA, Brian Jenssen kynnti starfið og hafði sér til halds og trausts þá Jón Birgi Guðmundsson úr unglinganefnd og Inga Torfa Sverrisson úr afreksnefnd. Farið var vítt og breitt yfir markmið með starfinu og hvaða leiðir yrðu farnar til að ná þeim. Að kynningu lokinni var pizzuveisla, en því næst var hópnum skipt í tvennt, þar sem þeir lengra komnu annars vegar og byrjendur hins vegar fengu nánari upplýsingar um þætti sem snúa beint að þeim.
Nánari upplýsingar verða settar á vefinn eftir því sem aðstæður kalla á. Annar kynningarfundur verður svo haldinn í Golfhöllinni nokkrum vikum eftir að vetrarstarfið verður komið af stað.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá starfsfólki GA í síma 462-2974 eða með því að senda fyrirspurn.