Vetrarstarf barna og unglinga í GA
Vetrarstarf barna og unglinga í GA hefst af fullum krafti þann 28. október í íþróttahöllinni. Þar hefur aðstaðan verið bætt enn frekar frá því síðasta vetur, þannig að það eiga allir sem hafa áhuga á að æfa golf að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Við ætlum að byrja á að kynna starfið í vetur sunnudaginn 20. október kl. 11:30 í golfskálanum að Jaðri.
Jaðar, sunnudagur 20. október kl. 11:30-12:30
Alla krakka sem hafa áhuga á að æfa golf, hvort sem þeir hafa prófað áður eða ekki. Við viljum endilega sjá foreldra og systkini líka.
Ingi Torfi Sverrisson og Jón Birgir Guðmundsson, ásamt Brian Jensen.
Allir krakkar frá 6 ára aldri geta verið í golfi í vetur á skemmtilegum og fjölbreyttum æfingum.
Á kynningunni förum við í gegnum starfið framundan, hvaða tímar verða í boði fyrir ólíka hópa og hvernig kennslan fer fram. Það verður ýmislegt nýtt og spennandi á boðstólnum, þannig að við hverjum ykkur öll til að mæta.
Á kynningunni fer einnig fram skráning á vetraræfingarnar og langar okkur að sjá sem flesta til að geta skipulagt starfið með sem bestum hætti. Komist þú ekki á kynninguna verður auðvitað hægt að skrá krakkana á æfingarnar í golfhöllinni þegar ykkur hentar.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Fyrir hönd GA,
Ingi Torfi, Jón Birgir og Brian