Eftir hetjulega baráttu og flotta spilamennsku yfir helgina komst Lárus Ingi Antonsson, GA, í úrslit Íslandsmótsins í holukeppni. Þar mætti hann Sverri Haraldssyni sem einnig hafði sigrað alla sína leiki í mótinu. Strákarnir byrjuðu báðir hægt á fyrstu holunum en voru þó fljótir að komast í gang, enda mikið undir. Eftir fyrri 9 holurnar var staðan jöfn en á 15. holu fékk Sverrir flottan fugl sem kom honum yfir í rimmunni. Sverrir tók svo einnig 16. holuna, og tryggði sigurinn eftir að báðir kylfingar fengu par á 17. brautinni.
Frábær spilamennska hjá Lárusi um helgina og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Auðvitað svekkjandi að ná ekki titlinum í þetta skiptið en framtíðin er björt hjá þessum unga manni, sem mun klárlega fá fleiri tækifæri til að hampa honum á næstu árum.