Lárus Ingi fór holu í höggi á Íslandsmóti golfklúbba

Lárus að teygja sig í kúluna eftir draumahöggið
Lárus að teygja sig í kúluna eftir draumahöggið

Síðastliðna helgi fór fram Íslandsmót golfklúbba. Þar sem GA sendu sex sveitir sem allar stóðu sig með glæsibrag.

Það sem stóð þó uppúr í Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri hjá okkar sveit er þegar Lárus Ingi Antonsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18. holu það sem stóð þó uppúr var þegar Lárus Ingi Antonsson sló draumahöggið.

Frétt fengin af kylfingur.is:

Lárus var þá í leik gegn Stefáni Atla Hjörleifssyni úr GK og spilaðist þetta sem 18. holan í leiknum þar sem þeir hófu leik á 10. holu. Fyrir holuna átti Lárus eina holu og gulltryggði hann sveit GA stig úr leiknum með þessu frábæra höggi.

Draumahöggið sló Lárus Ingi með 52 gráðu kylfu og var þetta í fyrsta sinn sem hann fer holu í höggi.

 

Golfklúbbur Akureyrar óskar Lárusi til hamingju með draumahöggið :)