Íslandsmótið í holukeppni er haldið í Þorlákshöfn þessa helgina. Við í GA eigum 3 kylfinga í mótinu, Lárus, Andreu og Örvar. Einungis allra bestu kylfingar landsins komast inn á mótið svo það er í sjálfu sér afrek að fá að tía upp á fyrsta teig þessa helgina. Einungis efsti maður eða kona komst áfram úr hverjum riðli. Örvar spilaði marga flotta leiki í sínum riðli en komst því miður ekki áfram í 8 manna úrslit. Andrea og Lárus Ingi gerðu sér hins vegar lítið fyrir og sigruðu bæði sinn riðil! Flottur árangur hjá þessum ungu kylfingum.
Í 8 manna úrslitum féll Andrea úr leik eftir hörku viðureign gegn Guðrúnu Brá. Þar sigraði Lárus sinn leik gegn Birgi Birni Magnússyni, tengdasyni Akureyrar, 3/2. Í undanúrslitunum mætti Lárus svo reynsluboltanum Andra Má. Sá leikur var gífurlega jafn allan tímann en eftir frábæra spilamennsku sigraði Lárus leikinn á 18. holu, 1/0. Hann mun því spila upp á Íslandsmeistaratitilinn síðar í dag gegn Sverri Haraldssyni, sem var sjóðandi heitur í dag og kláraði sinn leik í undanúrslitunum á 16. holu, þá 5 undir pari.
Hér getiði fylgst með stöðu mála, hvetjum okkar mann til sigurs!