Leiðin að Sveitakeppninni 2014

 

 

 

Leiðin að Sveitakeppni 2014

 

Það er sönn ánægja að kynna nýja leið til þátttöku að Sveitakeppninni.

Til þess að gefa öllum meðlimum GA möguleika á að taka þátt í Sveitakeppninni og verða hluti af æfingarhóp, höfum við ákveðið að allir geti spilað sig inn í hópinn.

Það verða tvær dagsetningar þar sem hægt er að spila sig inn í hópinn. Munu þeir efstu fá þjálfun hjá Brian. Auk þess hafa þeir sem ekki ná inn í hópinn, möguleika á að spila sig inn í hann á Akureyrarmótinu (innanklúbbs mót, 2-3 umferðir)

Frá þessum 2 úrtökudagsetningum, mun besti hringur telja til þátttöku í æfingarhóp.

Dagsetningarnar eru 11. og 13. júní.

Eftir Akureyrarmótið, verða endanlegt lið valið til þátttöku í Sveitakeppni 2014

Fyrsta æfing með Brian verður mánudaginn 16 júní kl: 20-22 fyrir öll lið.

Þetta þýðir að allir hafa spilað 4 – 6  hringi sem metnir eru til úrtöku í liðið fyrir Sveitakeppni þessa árs.

Liðin

Herra lið

2. deild. 6 leikmenn, 8 í liðið (hvítur teigur) GKB (Kiðaberg) – 08.08.14 , 1 liðstjóri

Kvenna lið

2. deild. 4 leikmenn, 6 í liðið (rauður teigur) GSS (Sauðárkrókur) – 08.08.14, 1 liðstjóri

Senior Herra lið

1. deild. 6 leikmenn, 9 í liðið (gulur teigur) 55+ GS (Suðurnes/Keflavík) – 22.08.14, 2 liðstjórar

 Senior Kvenna lið

2. deild. 4 leikmenn, 6 í liðið (rauður teigur) 50+ GG (Grindavík) – 22.08.14, 1 liðstjóri

Reglur fyrir úrtökudagana eru

  • Þú getur spilað frá kl: 08:00 – 20:00 þann dag
  • Þú þarft að tilkynna á skrifstofu að þú sért að spila úrtakshring áður en farið er út.
  • Það þurfa að vera að lágmarki 2 leikmenn í hollinu sem eru að spila til úrtaks.
  • Skorkort verður að vera merkt “Leiðin að sveitakeppni“.

Spilafyrirkomulag og reglur

  • Spilaðar eru 18 holu höggleikur án forgjafar.
  • Eftir 2 hringi munum við vita hverjir sækja æfingar hjá Brian.
  • Eftir Akureyrarmót mun endanleg lið verða valin.

 

 

Með von um góðan árangur leikmanna og GA

Brian Højgaard Jensen

ATH: meðlimir æfingarhóps fá fría bolta á æfingarsvæðinu sumarið 2014