Þá eru liðin klár fyrir morgundaginn og er ljóst að hart verður barist á Jaðarsvelli á morgun. Við ræsum út klukkan 10:00 og fínt að vera mætt upp í skála klukkan 9:30 til að sjá teigana sína og með hverjum þið eruð að spila.
Leikfyrirkomulagið er holukeppni, betri bolti með forgjöf þar sem tveir og tveir keppendur mætast. Leiknir eru 2 leikir á sitthvorum 9 holunum og fæst einn punktur fyrir hvorn leik. Hámarks leikforgjöf er 28 hjá körlum og konum. Karlar 70 ára og eldri og drengir 14 ára og yngri mega spila af rauðum eða gulum teigum. Athugið að ef þið byrjið á 16. holu eru fyrri 9 holurnar sem teljast til sigurs holur 16-6.
Hér að neðan má sjá liðin, við hlökkum til að taka á móti ykkur á morgun.