Norðurlandsmótaröð barna og unglinga lauk núna um helgina með fjórða og síðasta mótinu sem haldið var á tímabilinu en það fór fram á Jaðri.
Það voru glaðir og ánægðir ungir kylfingar sem yfirgáfu Jaðar að móti loknu enda var öllum keppendum og fjölskyldum þeirra boðið upp á pizzuveislu meðfram verðlaunaafhendingunni.
Bæði voru veitt verðlaun fyrir mótið sjálft og fyrir flest stig á mótunum fjórum en þrjú bestu mótin telja.
Úrslit í lokamótinu er að finna á www.golf.is og heildarstigagjöfina er hægt að finna á nordurgolf.blog.is.
Norðurlandsmeistarar í öllum flokkum voru eftirfarandi.
12 ára og yngri drengir: Óskar Páll Valsson GA 4500 stig
12 ára og yngri stúlkur: Anna Karen Hjartardóttir GSS 4500 stig
14 ára og yngri drengir: Gunnar Aðalgeir Arason GA 4200 stig
14 ára og yngri stúlkur: Hildur Heba Einarsdóttir GSS 4065 stig
15-16 ára drengir: Þorgeir Sigurbjörnsson GÓ 4200 stig
15-16 ára stúlkur: Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 3517,5 stig
17-21 árs drengir: Fannar Már Jóhannesson GA 3765 stig
17-21 árs stúlkur: Birta Dís Jónsdóttir GHD 4500 stig