Lokamót Rydersins fór fram í dag í Golfhöllinni og voru það 24 vaskir GA félagar sem mættu til leiks og skemmtu sér vel.
24 kylfingar, 12 konur og 12 karlar höfðu áunnið sér rétt til þátttöku í lokamótinu í gegnum undankeppni Rydersins sem var leikin á undanförnum vikum. Það var hún Jónína Ketilsdóttir sem lék best kvenna þeim mótum og Guðmundur E. Lárusson hjá körlunum. Þau voru því fyrirliðar í dag og sáu um að stilla upp sínum liðum.
Leikar voru æsispennandi og réðust í síðasta leik þar sem fyrirliðarrnar mættust í tvímenning, Mummi með Sólveigu og Jónína með Antoni. Réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu holu og var það lið Evrópu undir sterkri handleiðslu Jóninu sem fór með sigur af hólmi.
Þökkum við kylfingum kærlega fyrir komuna og skemmtilega keppni.
Við minnum svo á að á Gamlársdag verður púttmót til styrktar unglinastarfi GA og stendur það frá kl. 11 - 14.
Hlökkum til að sjá ykkur!