Nú lítur allt út fyrir það að veturinn sé að skella á.
Það er búið að taka inn flest allt af vellinum svo við lendum ekki í vandræðum þegar fer að snjóa og frysta.
Eins og staðan er núna þá er ekki frost í vellinum og það er því hægt að spila suður völlinn. Það er er hins vegar búið að banna bíla og golfhjól þar sem það hefur rignt talsvert á okkur undanfarið og gróðurinn orðinn mjög viðkvæmur. Þetta yrði þá fyrst og fremst skemmtilegur göngutúr um golfvöllinn þar sem skorið skiptir ekki máli :)
Við minnum á að búið er að opna Golfhöllina!