Nú er framundan hér að Jaðri Sveitakeppni GSÍ 15 ára og yngri drengir
Nú er framundan hér að Jaðri Sveitakeppni GSÍ 15 ára og yngri drengir, þar munu 20 sveitir frá 13 klúbbum keppa um Íslandsmeistaratitilinn
Völlurinn er opinn síðdegis á föstudag og alveg lokaður á laugardag opnum að leik loknum á sunnudag fylgist með á rástímum á www.golf.is
Félagar eru endilega kvattir til að koma og horfa á þar sem þetta er mikil skemmtun.
Þeir sem vilja leggja land undir fót og spila golf annarsstaðar – þá er í reglugerð GSÍ um mótahald og keppendareglur í 3 grein eftirfarandi:
3. gr.
Íslandsmeistaramót og önnur landsmót
Ákvörðun GSÍ um öll Íslandsmeistaramót og stigamót skal tekin á golfþingi a.m.k. ári áður
en mót fer fram. Meðlimir þeirra klúbba sem halda Íslandsmeistaramót eða stigamót GSÍ
geta leikið á öðrum völlum með greiðslu 50% vallargjalds gegn framvísun félagsskírteinis,
þegar áðurnefnd mót loka eðlilegum leik.
Endilega að nýta ykkur það ef þið eruð á ferð um landið.........................
Nágrannar okkar á Lundsvelli vilja bjóða þeim sem koma og spila laugardag og sunnudag vallargjald 18 holur kr. 1.500.-