Síðastliðinn fimmtudag, samhliða kjöri á Íþróttamanni Akureyrar veitti Frístundaráð Akureyrar þremur einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri.
Magnús Ingólfsson fékk einnig heiðursviðurkenningu, en Magnús var einn af brautryðjendum uppbyggingar í Hlíðarfjalli og starfaði mikið fyrir Skíðaráð Akureyrar, kom að byggingu KA heimilisins og hefur líka sinnt miklu og óeigingjörnu starfi í þágu Golfklúbbs Akureyrar.
Maggi hefur verið okkur GA félögum ómetanlegur í gegnum tíðina og er vinnusemi Magnúsar hreint með ólíkindum og stendur aldrei á honum þegar kemur að því að vinna fyrir GA. Magnús mætir nánast alltaf þegar boðað er til vinnudags hvort sem það er að fara út á golfvöll að vinna þar eða ef það er smíðavinna sem þarf að inna af hendi í fasteignum GA og má því sjá hans fallega handbragð á fjölmörgun stöðum upp á Jaðri, hvort sem það er í golfskálanum, Klöppum, Golfhöllinni eða annars staðar.
Óskum við Magnúsi sem og Aðalheiði og Áslaugu innilega til hamingju með tilnefninguna