Meistaramót GA og Átak Líkamsrækt

Úrslit úr Meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar.

Björn Guðmundsson sigraði í Meistaraflokki karla á 289 höggum. Björn lék síðasta daginn á mótinu á einu höggi undir pari eða 70 höggum - Besta hring mótsins átti Finnur Bessi Sigurðsson en hann lék á þriðja degi á 69 höggum.

Sunna Sævarsdóttir sigraði í Meistaraflokki kvenna á 326 höggum.

Jón Svavar Árnason lék best í 1. flokki karla á 309 höggum og Kristín Lilja í 1. flokki kvenna á 364 höggum. Í öldungaflokki karla 70 ára og eldri lék best Árni Björn Árnason og í flokki 55 ára og eldri karla lék Viðar Þorsteinsson best. Í flokki eldri kvenna sigraði Hulda Vilhjálmsdóttir

Önnur úrslit er að finna á www.golf.is