Í gær 29. júní hófst Meistaramót klúbbsins.
Þátttakan var mjög góð og var keppendum skipt niður eftir aldri og reynslu. Elstu og reyndustu krakkarnir fóru tvo 18 holu
hringi og þau yngri og/eða minna reyndari fóru tvo 9 holu hringi. Svo fóru allra yngstu og/eða byrjendur í golfþrautir. Keppni var mjög spennandi
í flestum flokkum og sýndu krakkarnir glæsileg tilþrif. Veðrið lék við keppendur og fylgdarmenn, foreldrar og aðstandendur voru duglegir að fylgja
börnum sínum eftir.
Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal um þátttöku.
Helstu úrslit
Úrslit eftir 36 holur
12-14 ára drengir
- Ævarr Freyr Birgisson 83 82 165
- Anton Freyr Jónsson 90 90 180
- Tumi Hrafn Kúld 99 101 200
13-14 ára stúlkur
- Stefanía Elsa Jónsdóttir 112 97 209
- Guðrún Karítas Finnsdóttir 107 116 223
10-11 ára drengir
- Fannar Már Jóhannesson 97 96 193
- Kristján Benedikt Sveinsson 102 94 196
- Stefán Benedikt Sigmundsson 99 98 197
Úrslit rftir 2x9 holur (Þeir sem hafa ekki virka forgjöf)
14 ára og yngri drengir
- Víðir Steinar Tómasson 46 48 94
- Lárus Ingi Antonsson 55 49 104
- Örnólfur Hrafnsson 53 55 108
14 ára og yngri stúlkur
- Tanja Freydís L Hilmarsdóttir 56 56 112
- Aldís Ásta Heimisdóttir 64 70 134
- Melkorka Ýrr Hilmarsdóttir 67 71 138