Meistaramót unglingaflokkar - úrslit

Meistaramót GA var haldið dagana 5. og 6. júlí og voru margir krakkar skráðir til leiks. 

Veðrið var ekki alveg með okkur þessa daga en það var ansi kalt og völlurinn blautur og erfiður fyrir marga.  Krakkarnir létu veðrið þó ekki stöðva sig og spiluðu eins og þeim einum er lagið og stóðu þau sig öll vel.  

Í strákaflokkunum var spennan gífurleg en í báðum flokkunum þurfti að hafa bráðabana til að skera úr um hver yrði í hvaða verðlaunasæti.  Í flokki 14 ára og yngri stráka þurftu Kristján Benedikt Sveinsson og Stefán Einar Sigmundsson að berjast um þriðja sætið í bráðabana og hafði Kristján betur eftir að þeir höfðu farið í þrígang á 18 holu. 

Í byrjendaflokki stráka var spennan heldur meiri því Hafsteinn Ísar Júlíusson, Gunnar Konráð Finnsson og Lárus Ingi Antonsson voru allir jafnir á toppnum með 95 högg, allir spiluðu á 50 höggum fyrri daginn og 45 höggum þann seinni, það var Gunnar Konráð sem stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana, svaka keppnismenn þar á ferð!!!

Úrslit:

Byrjendur stúlkur:

1. Harpa Jóhannsdóttir  101

2. Stefanía Daney Guðmundsdóttir  116

3. Bára Alexandersdóttir  122

Næst holu á 18. braut, Indíra Jónasdóttir 7.66m

Byrjendur strákar:

1. Gunnar Konráð Finnsson  95

2. Hafsteinn Ísar Júlíusson  95

3. Lárus Ingi Antonsson  95

Næst holu á 18. braut, Ómar Logi Kárason 6.63m

Stúlkur 14 ára og yngri:

1. Stefanía Elsa Jónsdóttir  183

2. Guðrún Karítas Finnsdóttir  197

Næst holu á 18. braut, Stefanía Elsa 13m

Strákar 14 ára og yngri:

1. Tumi Hrafn Kúld  162

2. Ævarr Freyr Birgisson  167

3. Kristján Benedikt Sveinsson  168

Næstur holu á 18. braut, Ævarr Freyr Birgisson 6.80m

Til hamingju krakkar!!!