Síðasti dagur Akureyrarmóts er í dag, byrjað var að ræsa út kl. 7 í morgun en þá hóf 4. fl. karla leik.
Öldungaflokkar luku leik í gær og urðu úrslit eftirfarandi:
Karlaflokkur 50 ára og eldri. 1. sæti Viðar Þorsteinsson á 234 höggum í 2. sæti Haraldur Júlíusson á 238 höggum og í 3. sæti var Hafberg Svansson á 258 höggum.
Karlaflokkur 70 ára og eldri: þar var Hilmar Gíslason í 1 sæti einu höggi betri en Árni Björn Árnason og í 3. sæti var Stefán Haukur Jakobsson "Dúddesen" á 275 höggum.
Kvennaflokkur 50 ára og eldri: 1. sæti Guðný Óskkarsdóttir á 261 höggi, í 2. sæti Jakobína Reynisdóttir á 282 höggum og í 3. sæti Þórunn Bergsdóttir á 299 höggum.
Kvennaflokkur 65 ára og eldri: Þar sigraði Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir á 293 höggum, í 2 sæti var Hulda Vilhjálmsdóttir á 306 höggum og í því 3. var Þyrí Þorvaldsdóttir á 311 höggum.